Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira