Innlent

34 nem­endur og átta starfs­menn Öldu­sels­skóla í sótt­kví vegna smits

Atli Ísleifsson skrifar
Í október greindust rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur í Ölduselsskóla með Covid-19. Þá þurftu um fjögur hundruð nemendur og starfsmenn að fara í sóttkví og var skólanum lokað um tíma.
Í október greindust rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur í Ölduselsskóla með Covid-19. Þá þurftu um fjögur hundruð nemendur og starfsmenn að fara í sóttkví og var skólanum lokað um tíma. Vísir/Vilhelm

34 nemendur í yngstu árgöngum Ölduselsskóla í Reykjavík, auk átta starfsmanna, eru komin í sóttkví eftir að í ljós kom í gær að starfsmaður skólans hafi smitast af kórónuveirunni.

Þetta staðfestir Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri í samtali við Vísi. „Við vonum að sjálfsögðu að þetta sé staðbundið, þar sem við erum að reyna að halda skólastarfinu gangandi með þessum sóttvarnahólfum. En þessi veira hefur sýnt það að hún er skæð.“

Elínrós segir að nemendurnir og kennarar sem hafi verið send í sóttkví muni svo fara í skimun á fimmtudaginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórónuveirusmit kemur upp í Ölduselsskóla, en í október greindust rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur með Covid-19. Þá þurftu um fjögur hundruð nemendur og starfsmenn að fara í sóttkví og var skólanum lokað um tíma.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×