Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 09:36 FKA twigs. Getty/Frazer Harrison Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“ Hollywood Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“
Hollywood Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira