Innlent

„Ekkert ófremdarástand í gangi“

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eftirlit með því hvort farið sé eftir sóttvarnareglum. 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eftirlit með því hvort farið sé eftir sóttvarnareglum.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. 

Sóttvarnayfirvöld hafa af því talsverðar áhyggjur af of mikið verði um hópamyndinar nú á aðventunni sem eykur hættuna á að kórónuveiran dreifi sér víða. Hefur fólk verið hvatt til að forðast gleðskap og fjölmenna hittinga. 

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir gærkvöldið og nóttina hafa verið með rólegra móti þegar kemur að því. Lögreglan hafi aðeins sinnt fyrrnefndum þremur útköllum þar sem kvartað var undan hávaða í heimahúsi. 

Fimmtán viðskiptavinir mega nú vera inni á veitingastöðum í einu og mega staðirnar hafa opið til 22 á kvöldin, en ekki taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Jóhann Karl bendir á að margir veitingastaðir hafi vissulega haft fleiri en fimmtán inni hjá sér í einu. Þar hafi hins vegar verið búið hólfaskipta veitingastöðunum þar sem ekki hafi verið fleiri en 15 í hverju hólfi. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×