Menning

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jónas Madsen og tónelska folaldið í Sandey.
Jónas Madsen og tónelska folaldið í Sandey. RAX

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur í gegnum árin eytt miklum tíma í Færeyjum og myndað þar mannlífið. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir hann söguna á bak við einstakar myndir af sem hann tók af Jónasi Madsen í Sandey.

„Mér var sagt að á haustin þegar það er slátrað, þá spilaði hann fyrir kindurnar til að róa þær.“

RAX var fljótur að finna Jónas í Sandey og kom hann þangað á hárréttu augnabliki.

„Þá er hann úti á túni. Ég kem að og rýk út úr bílnum.“

Meri með folald nálgast Jónas og þá tekur hann upp munnhörpuna sína. Myndirnar sem RAX náði af þessum augnablikum fanga þennan einstaka mann vel, falleg tengsl hans við dýrin.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og sagan um Tónelska folaldið er rúmar tvær mínútur að lengdi. 

Klippa: RAX Augnablik - Tónelska folaldið

RAX hefur tekið mikið af myndum í Færeyjum á sínum ferli og hefur verið fjallað um nokkrar þeirra hér í þáttunum RAX Augnablik. Þrjár þeirra má sjá hér fyrir neðan. 

Í þættinum Bræður horfa á hafið segir ljósmyndarinn  söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræðurna í heimsókn sinni í Færeyjum árið 1997.

Þátturinn Lífið í Fugley fjallar um myndir sem RAX tók árið 1988. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni.

Í þættinum Litli drengurinn í Elduvík segir RAX söguna á bak við mynd af nýfæddum litlum dreng sem birtist svo nokkrum árum seinna í bók hans Andlit norðursins.

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.