RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 07:00 Frá Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Á myndinni má sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem var að störfum þar á sama tíma og Ragnar Axelsson. RAX „Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Matur Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Matur Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00