RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 07:00 Frá Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Á myndinni má sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem var að störfum þar á sama tíma og Ragnar Axelsson. RAX „Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00