Fréttablaðið stendur við frétt um Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 15:11 Biðröð hjá Fjölskylduhjálp. Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. Þegar við hann var rætt afhenti hann fréttamanni Vísis hljóðupptöku af samtali þeirra Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar. Fyrstu mínútur samtalsins verða birtar hér. Samtalið er alls 27 minútur í tveimur upptökum. Það verður ekki birt í fullri lengd. Eingöngu það sem varðar yfirlýsingu Ásgerðar, þar sem hún hélt því fram að hún hafi ekki flokkað eftir þjóðerni við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar. ÁJF: Já halló. Blm: Já sæl, Klemens hérna á Fréttablaðinu. ÁJF: Já, sæll. Blm: Hvað segirðu mér, ertu farin að, mér skilst að þú sért farin að skipta upp biðröðinni hjá þér. ÁJF: Bíddu hver er spurningin hjá þér? Blm: Spurningin er hvort það sé rétt að þú sért farin að skipta fólki í tvennt í biðröðinni, eftir þjóðerni. ÁJF: Nei, þannig er að við höfum núna undanfarna mánuði upplifað það að eldra fólk, Íslendingar sem er eldra fólk og einstæðar mæður með börn í fanginu og jafnvel leiðandi eitt, að þetta fólk hefur í raun gefist upp á að bíða og farið, og farið í raun og veru sko án þess að fá nokkra aðstoð. Blm: af því það voru svo margir að bíða? ÁJF: Nei, af því að það voru svo margir útlendingar. Blm: já. ÁJF: Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana framfyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni. Blm: já. ÁJF: Og, því að útlendingarnir, þetta eru stæðilegir karlmenn vel klæddir, hraustir og hressir og hérna bara munar ekkert um að bíða, þetta er nú skýringin. En þeir fengu allir aðstoð sko. Blm: JáJá. ÁJF: Við erum komin upp í 500 fjölskyldur í dag. Blm: já, ég skil þig. ÁJF: Þannig að þetta er ekki neitt það að við séum að sýna mismunun meðal þjóðarbrota eða þjóða sem eru hér á Íslandi, það er svo af og frá, en við bara stöndum ekki og horfum fram hjá því að hér þurfi eldra fólk sem hefur unnið hér og stritað alla sína ævi og á vart fyrir mat, í þessu þjóðfélagi sem við búum í, að það þurfi frá að hverfa, sökum ásóknar útlendinga sem að eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi, margir sem eru ekki á bótum, hópar sem eru á atvinnuleysisbótum, og svona get ég áfram talið þannig að við teljum þetta vera algjörlega réttlætanlegt og við munum halda þessum reglum áfram hér og við munum ekki láta aldraða íslendinga bíða hér, vegna þess að það koma kannski tveir þrír útlendingar í röðina og síðan koma kannski 15-20 á eftir og þeir fara sjálfir inn á sama stað og þessir þrír voru, skilurðu mig? Eins og fyrr segir þá er Vísir með upptökuna undir höndum. Hún verður ekki gerð opinber nema að beiðni Ásgerðar. Tengdar fréttir Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. Þegar við hann var rætt afhenti hann fréttamanni Vísis hljóðupptöku af samtali þeirra Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar. Fyrstu mínútur samtalsins verða birtar hér. Samtalið er alls 27 minútur í tveimur upptökum. Það verður ekki birt í fullri lengd. Eingöngu það sem varðar yfirlýsingu Ásgerðar, þar sem hún hélt því fram að hún hafi ekki flokkað eftir þjóðerni við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar. ÁJF: Já halló. Blm: Já sæl, Klemens hérna á Fréttablaðinu. ÁJF: Já, sæll. Blm: Hvað segirðu mér, ertu farin að, mér skilst að þú sért farin að skipta upp biðröðinni hjá þér. ÁJF: Bíddu hver er spurningin hjá þér? Blm: Spurningin er hvort það sé rétt að þú sért farin að skipta fólki í tvennt í biðröðinni, eftir þjóðerni. ÁJF: Nei, þannig er að við höfum núna undanfarna mánuði upplifað það að eldra fólk, Íslendingar sem er eldra fólk og einstæðar mæður með börn í fanginu og jafnvel leiðandi eitt, að þetta fólk hefur í raun gefist upp á að bíða og farið, og farið í raun og veru sko án þess að fá nokkra aðstoð. Blm: af því það voru svo margir að bíða? ÁJF: Nei, af því að það voru svo margir útlendingar. Blm: já. ÁJF: Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana framfyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni. Blm: já. ÁJF: Og, því að útlendingarnir, þetta eru stæðilegir karlmenn vel klæddir, hraustir og hressir og hérna bara munar ekkert um að bíða, þetta er nú skýringin. En þeir fengu allir aðstoð sko. Blm: JáJá. ÁJF: Við erum komin upp í 500 fjölskyldur í dag. Blm: já, ég skil þig. ÁJF: Þannig að þetta er ekki neitt það að við séum að sýna mismunun meðal þjóðarbrota eða þjóða sem eru hér á Íslandi, það er svo af og frá, en við bara stöndum ekki og horfum fram hjá því að hér þurfi eldra fólk sem hefur unnið hér og stritað alla sína ævi og á vart fyrir mat, í þessu þjóðfélagi sem við búum í, að það þurfi frá að hverfa, sökum ásóknar útlendinga sem að eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi, margir sem eru ekki á bótum, hópar sem eru á atvinnuleysisbótum, og svona get ég áfram talið þannig að við teljum þetta vera algjörlega réttlætanlegt og við munum halda þessum reglum áfram hér og við munum ekki láta aldraða íslendinga bíða hér, vegna þess að það koma kannski tveir þrír útlendingar í röðina og síðan koma kannski 15-20 á eftir og þeir fara sjálfir inn á sama stað og þessir þrír voru, skilurðu mig? Eins og fyrr segir þá er Vísir með upptökuna undir höndum. Hún verður ekki gerð opinber nema að beiðni Ásgerðar.
Tengdar fréttir Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00