Erlent

Hollendingar vísa meintum njósnurum Rússa úr landi

Sylvía Hall skrifar
Frá Haag.
Frá Haag. Getty

Yfirvöld í Rússlandi hafa vísað tveimur meintum njósnurum Rússa úr landi, en báðir voru hluti af umfangsmikilli njósnastarfsemi að sögn hollensku leyniþjónustunnar. Hinir meintu njósnarar voru í landinu sem diplómatar.

Einstaklingarnir eru sagðir hafa starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna í sendiráðinu í Haag. Eiga þeir að hafa beint sjónum sínum að hátækniiðnaði og byggt upp tengslanet og sambönd við heimildarmenn innan þess geira. Þá hafi þeir sérstaklega reynt að komast í samband við fyrirtæki sem vinna við gervigreind.

Rússar hafa hafnað ásökununum og segja þær ekki eiga við nein rök að styðjast. Ákvörðun Hollendinga hafi verið ögrandi.

Innanríkisráðherrann Karin Ollongren kallaði rússneska sendiherrann til fundar eftir að greint var frá málinu. Sagði hann njósnastarfsemina líklega hafa valdið skaða í þeim fyrirtækjum sem hún beindist að, og þar með mögulega einnig skaðað efnahag landsins og þjóðaröryggi.

Formaður utanríkismálanefndar Rússa sagði blaðamönnum í dag að líklega myndu Rússar grípa til sambærilegra aðgerða. Þó er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Hollendingar vísa Rússum úr landi vegna meintra njósna, en árið 2018 var fjórum vísað úr landi vegna gruns um tölvuárás á Efnavopnastofnastofnunina í Haag (OPWC).Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.