Lífið

Stórglæsileg íbúð í miðju iðnaðarhverfi til sölu á 54 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg íbúð á öðruvísi stað.
Virkilega smekkleg íbúð á öðruvísi stað. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Við Fiskislóð 45 á Grandanum er til sölu glæsileg þriggja herbergja íbúð í húsi sem skráð er sem atvinnuhúsnæði.

Um er að ræða 107 fermetra eign sem er í mikilli nálægð við alla helstu þjónustu, verslun og veitingahús.

Rýminu hefur verið breytt í íbúð með sérinngang og mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 2001 og er fasteignamat eignarinnar 25,7 milljónir en ásett verð er 54,7 milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Fiskislóðin er einnig helst þekkt fyrir að vera gata í miðju iðnaðarhverfi.
Virkilega smekkleg hönnun.
Hátt til lofts og opið milli eldhúss, stofu og borðstofu.
Smekklegt, opið og bjart rými.
Greinilega mjög hátt til lofts. 
Skemmtileg setustofu.
Fallegt baðherbergi.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.