Lífið

Vörurnar sem seljast vel og illa fyrir heimsfaraldursjólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur öðruvísi jólamánuður árið 2020.
Heldur betur öðruvísi jólamánuður árið 2020. Myndir/stöð2

Dýrar snyrtivörur, ilmvötn og gönguskór seljast sem aldrei fyrr og það er orðinn skortur á púsluspilum í heiminum, samkvæmt kaupmönnum í Kringlunni.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fór Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í Kringluna og ræddi við gesti og gangandi sem og kaupmenn. Sigrún spurði Íslendinga hvort jólaverslunin væri að byrja fyrr en venjulega, kaupum við öðruvísi vörur í ár, erum við að vanda okkur að kaupa íslenskt og svo framvegis.

„Ég myndi segja að jólaverslunin hafi farið frekar snemma af stað í ár, bæði á netinu og hérna í búðinni,“ segir Maja Guðrún Sveinsdóttir verslunarstjóri í Companys.

„Þetta hefur verið umfram allar vonir í netverslun og við erum bara upp fyrir haus,“ segir Magni Snævar Jónsson sölufulltrúi hjá Útilíf.

„Við finnum gríðarlegan mun, sérstaklega á ilmum, stökum ilmum sem eru að seljast miklu meira en þeir gerðu,“ segir Guðrún Einarsdóttir innkaupastjóri Lyfja og heilsu þegar hún var spurð hvort salan hafi aukist eftir að Íslendingar fóru að fara mun minni erlendis og í kjölfarið minna í Fríhöfnina.

Brynhildur Anna Einarsdóttir verslunarstjóri í A4 segir að spilin rjúki hreinlega út fyrir þessi jól.

Þeir Kringlugestir sem Sigrún Ósk ræddi við sögðust hafa byrjað á jólagjafainnkaupunum fyrr fyrir þessi jól.

Það sem selst mikið fyrir þessi jól eru peysur, spil, púsl, gönguskór og fleira.

Það sem selst aftur á móti minna eru hlutir eins og sundfatnaður, varalitir, sólarvarnir, ferðatöskur og annað í þeim dúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×