Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 07:11 Sundlaugargestir hópast saman fyrir utan Laugardalslaugina, rétt fyrir opnun, klukkan 6:30. Vísir/Atli Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira