Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 21:17 Frá fundi Alþingis í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira