„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira