Argentínskur þingmaður vill setja Maradona á peningaseðil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 07:31 Diego Maradona með heimsbikarinn eftir sigurinn á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Argentína hefur verið í sárum síðan að þjóðin missti goðsögnina sína Diego Armando Maradona í lok nóvember og Argentínumenn hafa verið duglegir að heiðra sína stærstu fótboltahetju. Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira