Innlent

Grunaðir um fram­leiðslu á hættu­legu of­skynjunar­lyfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm

Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höufðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Hægt er að vinna efnið úr plöntum eða búa það til, að því er fram kom í umfjöllun Stöðvar 2 um efnið í janúar. Þar var jafnframt greint frá áhyggjum lögreglu af svokölluðum DMT-pennum, svipuðum rafrettum, sem innihalda lyfið og gengið hafa kaupum og sölum á netinu. Lögregla sagði lyfið hættulegt og gæti valdið langvarandi heilsutapi.

Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins gæti lögregla boðað til fundar á næstunni til að skýra málið. Ekki sé vitað til þess að framleiðsla á efni af þessu tagi hafi verið stöðvuð áður hér á landi.

Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið en þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. Desember, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu um málið í dag. Ráðist var í húsleit á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á fíkniefni, fjármuni og búnað sem talinn er tengjast starfseminni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsóknina og aðgerðirnar. Þar að auki hafa pólsk lögregluyfirvöld og Europol komið að málinu. Ekki náðist í lögreglu á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.