Innlent

Var að störfum á eigin landi þegar hann féll í gegnum vökina

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikið var dregið af manninum þegar viðbragðsaðilar komu að honum í gær. Hann missti fljótt meðvitund og var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Mikið var dregið af manninum þegar viðbragðsaðilar komu að honum í gær. Hann missti fljótt meðvitund og var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem lést eftir að hann féll í gegnum vök í gær var að störfum í mýrlendi á eigin landi í Flóanum austan við Selfoss, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hversu djúpt maðurinn sökk eða hver dánarorsök hans var.

Lögregla, sjúkraflutningarmenn og björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að maðurinn hafði sjálfur kallað eftir aðstoð. Hann sat þá fastur í vatni úti á mýri. 

Mikið hafði dregið af manninum þegar komið var að honum og missti hann meðvitund skömmu síðar. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn við komu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir við Vísi að maðurinn hafi sennilega stigið niður úr klaka þegar hann var að störfum á landi sínu. Ekki sé vitað hvort hann  hafi stigi ofan í á eða vatn. Mýrar og keldur séu um allt á svæðinu en niðamyrkur var þegar slysið varð. Ekki sé heldur ljóst hversu djúpt maðurinn sökk í vatnið. Beðið sé niðurstöðu krufningar um dánarorsökina.


Tengdar fréttir

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×