Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06