Innlent

Fjöl­miðla­frum­varpi vísað í nefnd í þriðja sinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm

Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld.

Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla.

Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu.

„Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja.

Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni.


Tengdar fréttir

„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar

Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×