Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2020 10:54 Fjölmargir gallar fundust á iðnaðarhúsnæðinu þegar slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu tók það út að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira