Innlent

Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjallað verður um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu á stafrænu málþingi í hádeginu.
Fjallað verður um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu á stafrænu málþingi í hádeginu. Getty/Arterra

Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál.

Horfa má á málþingið í beinni útsendingu hér að neðan.

Dómur í málinu var kveðinn upp á þriðjudaginn þar sem yfirdeildin staðfesti einróma dóm undirdeildar dómstólsins þess efnis að skipan fjögurra dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Á málþinginu verður fjallað um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Dagskrá hans má sjá hér að neðan.

Dagskrá:

Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor og héraðsdómari

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni

Þórdís Ingadóttir, dósent

Fundarstjóri og þátttakandi í pallborðsumræðum:

Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og deildarforseti lagadeildar HR

Þátttakandi í pallborðsumræðum:

Dr. Haukur Logi Karlsson, nýdoktor


Tengdar fréttir

„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“

Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.