Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2020 22:46 Birkir Þór Guðmundsson, raforkubóndi frá Hrauni á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Egill Aðalsteinsson Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira