Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Bettý í fjörukambinum við Önundarfjörð í viðtali um lífið á Ingjaldssandi fyrir þáttinn "Um land allt" á Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá. Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá.
Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira