Lífið

Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður og krassasig hafa verið að gera frábæra hluti í tónlistarsenunni að undanförnu.
Auður og krassasig hafa verið að gera frábæra hluti í tónlistarsenunni að undanförnu.

Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi.

Þeir hafa tekið við rými á Hverfisgötu sem er í eigu Guðfinns Sölva Karlssonar, kenndur við Prikið, en starfsemin verður í nánu samstarfi við hann ásamt Geoffrey Huntingdon-Williams og verkefnið þeirra Sköpum líf í lokun.

Rýmið hýsti áður Útvarp 101 eða 101derland í umsjón Retro Stefson fjölskyldunnar.

Nýja starfsemin hefur fengið titilinn BATTERÍ og um ræðir fimm hljóðeinangruð herbergi sérstaklega hönnuð með hljóðvinnslu í huga. Einnig er þar sameiginleg setuaðstaða með kaffivél, ísskáp og salerni.

„Mikið verður lagt upp úr þægilegri stemmingu og er ætlunin að búa til spennandi og ferskt umhverfi þar sem listamenn geta unnið saman og stutt við hvorn annað,“ segir Kristinn Arnar.

Auður og krassasig hafa báðir látið mikið fyrir sér fara í menningarlífinu síðustu ár með tónlistarútgáfu, myndböndum, tónleikahaldi og fleira.

Alls eru fimm hljóðeinangruð herbergi á staðnum.
Smekkleg aðstaða. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×