Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 12:16 Svandís, Katrín og Víðir á blaðamannafundi í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. Katrín sagði í viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum í hádeginu að Víðir nyti trausts hennar. „Hann nýtur míns trausts,“ segir Katrín. Við séum öll að fóta okkur í flóknum aðstæðum og Víðir hafi komið heiðarlega fram. Við séum öll á þeim stað „Sjálf bý ég í fjölbýlishúsi svo dæmi sé tekið. Ég hitti fólk sem er ekki í mínum nánasta hring og er í því sem hefur verið skilgreint sem hááhættusvæði, sem eru svona sameiginleg rými. Við reynum öll að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem við erum í,“ segir Katrín. Miklu skipti að koma heiðarlega fram eins og Víðir hafi gert. Rætt er við Katrínu hér að neðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er á sama máli. „Að sjálfsögðu nýtur Víðir Reynisson míns trausts. Hans skilaboð til samfélagsins hafa verið mjög mikilvæg í marga marga mánuði,“ segir Svandís. Ekki í embætti til að meta hegðun einstaklinga Þríeykið, skipað þeim Víði, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni, sé kannski stærsta ástæða þess hve góður árangur hefur náðst hér á landi í baráttunni við veiruna samanborið við nágrannalöndin. Svandís segir að góðan árangur hér á landi megi líklega að stærstum hluta þakka þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka atburði í lífi fólks. Hann hefur sjálfur gert það og það dugar,“ segir Svandís. „Ég er ekki í þessu embætti til að vega og meta hegðun einstaklinga.“ Rætt er við Svandísi hér að neðan. Eðlilegt sé að samfélagið ræði öll þessi mál og það sé eðlilegt. Fólk þurfi að nálgast Covid-19 faraldurinn af væntumþykju, bæði gagnvart samfélaginu og hvert öðru. Sameiginlegir snertifletir líklega smitleiðin Víðir hefur verið í sóttkví í viku eftir að hafa smitast af eiginkonu sinni en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Enginn biðji fólk um að sitja lokað inni Batakveðjum hefur rignt yfir Víði í kjölfar frásagnar hans. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líta ekki svo á að Víðir hafi farið gegn eigin ráðum og þeirra. Aðspurður hvort það væri hins vegar æskilegt fá tólf manns í heimsókn á 48 klukkutímum, þótt allir væru ekki að koma á sama tíma, svaraði Þórólfur neitandi en benti á að fólk þyrfti til dæmis að sinna fjölskyldunni sinni. „Þetta eru náttúrulega oft fjölskyldumeðlimir og fólk á foreldra og fólk á börn og auðvitað þarf fólk að hafa samskipti við sitt fólk eftir sem áður. Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann. Fólk þarf að fara út í búð og fólk þarf að gera ýmsa hluti, fólk þarf að sinna börnunum sínum og foreldrum og svo framvegis. Þar eru kontaktarnir þannig að þeir eru ansi margir þrátt fyrir allt en við erum að biðla til fólks að fara bara mjög varlega. Ef allir fara varlega þá lágmörkum við þessa áhættu, við höfum aldrei sagt að það sé hægt að uppræta hana algjörlega,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Katrín sagði í viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum í hádeginu að Víðir nyti trausts hennar. „Hann nýtur míns trausts,“ segir Katrín. Við séum öll að fóta okkur í flóknum aðstæðum og Víðir hafi komið heiðarlega fram. Við séum öll á þeim stað „Sjálf bý ég í fjölbýlishúsi svo dæmi sé tekið. Ég hitti fólk sem er ekki í mínum nánasta hring og er í því sem hefur verið skilgreint sem hááhættusvæði, sem eru svona sameiginleg rými. Við reynum öll að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem við erum í,“ segir Katrín. Miklu skipti að koma heiðarlega fram eins og Víðir hafi gert. Rætt er við Katrínu hér að neðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er á sama máli. „Að sjálfsögðu nýtur Víðir Reynisson míns trausts. Hans skilaboð til samfélagsins hafa verið mjög mikilvæg í marga marga mánuði,“ segir Svandís. Ekki í embætti til að meta hegðun einstaklinga Þríeykið, skipað þeim Víði, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni, sé kannski stærsta ástæða þess hve góður árangur hefur náðst hér á landi í baráttunni við veiruna samanborið við nágrannalöndin. Svandís segir að góðan árangur hér á landi megi líklega að stærstum hluta þakka þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka atburði í lífi fólks. Hann hefur sjálfur gert það og það dugar,“ segir Svandís. „Ég er ekki í þessu embætti til að vega og meta hegðun einstaklinga.“ Rætt er við Svandísi hér að neðan. Eðlilegt sé að samfélagið ræði öll þessi mál og það sé eðlilegt. Fólk þurfi að nálgast Covid-19 faraldurinn af væntumþykju, bæði gagnvart samfélaginu og hvert öðru. Sameiginlegir snertifletir líklega smitleiðin Víðir hefur verið í sóttkví í viku eftir að hafa smitast af eiginkonu sinni en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Enginn biðji fólk um að sitja lokað inni Batakveðjum hefur rignt yfir Víði í kjölfar frásagnar hans. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líta ekki svo á að Víðir hafi farið gegn eigin ráðum og þeirra. Aðspurður hvort það væri hins vegar æskilegt fá tólf manns í heimsókn á 48 klukkutímum, þótt allir væru ekki að koma á sama tíma, svaraði Þórólfur neitandi en benti á að fólk þyrfti til dæmis að sinna fjölskyldunni sinni. „Þetta eru náttúrulega oft fjölskyldumeðlimir og fólk á foreldra og fólk á börn og auðvitað þarf fólk að hafa samskipti við sitt fólk eftir sem áður. Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann. Fólk þarf að fara út í búð og fólk þarf að gera ýmsa hluti, fólk þarf að sinna börnunum sínum og foreldrum og svo framvegis. Þar eru kontaktarnir þannig að þeir eru ansi margir þrátt fyrir allt en við erum að biðla til fólks að fara bara mjög varlega. Ef allir fara varlega þá lágmörkum við þessa áhættu, við höfum aldrei sagt að það sé hægt að uppræta hana algjörlega,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42