Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2020 17:56 Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag. Vísir/Egill „Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42
„Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11
Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56