Leikmannahópur Newcastle eins og hann leggur sig kominn í sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 07:30 Allir sem koma að aðalliði Newcastle United eru nú í einangrun. Daniel Leal Olivas/Getty Images Allir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United eru nú komnir í sóttkví eftir alltof margar jákvæðar niðurstöður úr síðustu Covid-skimun félagsins. Gæti farið svo að leik liðsins gegn Aston Villa á föstudaginn verði frestað. The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira