Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ólíklegt þykir að gripið verði til tilslakana næstu vikur, en sóttvarnalæknir skilaði ráðherra minnisblaði sínu með endurskoðuðum tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum í gær.

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir ófyrirsjáanleika stjórnvalda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um þróun bóluefnis og um svokallað bráðabólguheilkenni sem börn hafa fengið víða erlendis í kjölfar kórónuveirunnar. Ekkert barn hefur veikst hér á landi með heilkennið. Rætt verður við barnalækni um málið.

Einnig verður sagt frá víðtækum breytingum sem gerðar verða á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda. Barnamálaráðherra kynnti frumvarpið í dag.

Þá verður því velt upp hver skýringin sé á því að ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi, þar sem áður var svartur jökulsandur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.