Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19.

Hann var fullkomnlega heilbrigður áður en hann fékk Covid-19 en er eins og sakir standa langveikt barn. Rætt verður við móður dregsins sem telur mikilvægt að almenningur sé upplýstur um að börn geti veikst alvarlega eftir að hafa fengið sjúkdóminn.

Einnig ræðum við við lögmann fjölskyldu konu sem lést 35 ára gömul úr leghálskrabbameini í haust en óskað hefur eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu árið 2016 og 2018. 

Þá hefur verið kvartað undan veitingu heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en konan hafði leitað til heimilislæknis í tvígang nokkrum vikum áður en æxlið fannst en fengið greiningu um andlegt álag og bent á að leita til prests. Lögmaðurinn segir lög og siðareglur lækna hafi verið margbrotnar.

Auk auki er rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.