Segir Kára vega ómaklega að sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Samúel Karl Ólason og skrifa 29. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira