Í dagbók lögreglu segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um slys á fólki.
Að öðru leyti virðist mikið hafa verið um ölvunarakstur og/eða akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og í nótt og voru fjölmörg slík tilfelli skráð í dagbók lögreglu.
Í minnst þremur slíkum tilfellum komust lögregluþjónar að því að viðkomandi ökumenn höfðu áður verið sviptir ökuréttindum vegna sambærilegra brota. Á tólfta tímanum í gærkvöldi var bíll stöðvaður á Vesturlandsvegi og reyndist ökumaður hans fimmtán ára gamall.