Innlent

Fór inn í bíl og rændi ökumann

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar höfðu í nóg að snúast í nótt vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs.
Lögregluþjónar höfðu í nóg að snúast í nótt vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir.

 Í dagbók lögreglu segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um slys á fólki.

Að öðru leyti virðist mikið hafa verið um ölvunarakstur og/eða akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og í nótt og voru fjölmörg slík tilfelli skráð í dagbók lögreglu.

Í minnst þremur slíkum tilfellum komust lögregluþjónar að því að viðkomandi ökumenn höfðu áður verið sviptir ökuréttindum vegna sambærilegra brota. Á tólfta tímanum í gærkvöldi var bíll stöðvaður á Vesturlandsvegi og reyndist ökumaður hans fimmtán ára gamall.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.