Fótbolti

Samúel Kári á skotskónum í stórsigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson. vísir/vilhelm

Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Samúel Kári gerði annað mark Viking Stavanger þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Start. Samúel Kári lék allan leikinn á miðju Viking en Axel Óskar Andrésson lék sömuleiðis allan leikinn, í hjarta varnarinnar hjá Viking.

Á sama tíma í Danmörku var Mikael Neville Anderson í byrjunarlið Midtjylland þegar liðið fékk AaB í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni.

Spilaði Mikael allan leikinn sem lyktaði með markalausu jafntefli. Midtjylland með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.