„Svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Björgvin Franz hefur verið vinsæll leikari í mörg ár hér á landi. Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur slegið í gegn í senunni undanfarin ár en í sumar missti hann föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, leikara, leikstjóra og handritshöfund en Gísli var sannkölluð þjóðareign. Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira