Tekist á um útgöngubann á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum í dag. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira