Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2020 12:22 Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eiga laun að hækka um áramótin. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira