Innlent

Ná­grannar heyrðu í reyk­skynjaranum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykræsta þarf íbúðina.
Reykræsta þarf íbúðina. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á Akureyri var kallað út að fjölbýlishúsi við Hamarstíg nú á þriðja tímanum vegna mikils reyks í íbúð. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra gleymdist pottur á eldavél með þeim afleiðingum að íbúðin fylltist af reyk.

Enginn var heima í íbúðinni en nágrannar gerðu slökkviliði viðvart þegar þeir heyrðu í reykskynjara. Slökkvilið vinnur nú að reykræstingu. Varðstjóri telur að einhverjar reykskemmdir gætu hafa orðið á íbúðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.