Innlent

200 þúsund króna sekt fyrir skjalafals og skróp í skimun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmaðurinn hefði átt að mæta í seinni skimun niður á Suðurlandsbraut en það gerði hann ekki.
Karlmaðurinn hefði átt að mæta í seinni skimun niður á Suðurlandsbraut en það gerði hann ekki. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn frá Albaníu hafa verið dæmdir í þrjátíu daga fangelsi og greiðslu 200 þúsund krónu sektar fyrir skjalafals og brot gegn sóttvarnalögum.

Mennirnir komu hingað til lands 26. september og virðast hafa komist inn í landið átakalaust. Brottförin aftur frá Íslandi gekk ekki jafnvel fyrir sig. Karlmennirnir framvísuðu við brottför þann 4. október í blekkingarskyni þremur slóvenskum skilríkjum; kennivottorði, vegabréfi og ökuskírteini.

Þá kom í ljós að mennirnir höfðu ekki mætt í seinni skimun hér á landi dagana á milli 26. september og 4. október eins og sóttvarnalög gera ráð fyrir.

Ákærðu játuðu brot sín án undandráttar. Taldi Héraðsdómur Reykjaness þrjátíu daga fangelsi og 200 þúsund króna sekt hæfilega refsingu. Greiði þeir ekki sektina innan fjögurra vikna þurfa þeir að sitja af sér fjórtán daga til viðbótar.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×