Daði Freyr og Millie Turner gáfu út ábreiðu af laginu What is Love fyrir helgi og hefur verið horft á myndbandið á YouTube yfir fjörutíu þúsund sinnum þegar þessi grein er skrifuð.
Lagið sló fyrst í gegn árið 1993 þegar það kom út og var það tónlistarmaðurinn Haddaway sem gaf það út.
Útgáfa Daða og Millie er mun rólegri en svínvirkar eins og heyra má hér að neðan.