Arnór Sigurðsson var á skotskónum fyrir CSKA Moskva er liðið gerði 1-1 jafntefli við Sochi í rússneska boltanum í dag.
Mark Arnórs kom á fimmtu mínútu en markið skoraði hann með góðu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf og darraðadans í teig Sochi.
Sochi jafnaði metin á 23. mínútu en lokatölur urðu svo 1-1. CSKA er á toppi deildarinnar með 32 stig en Sochi er í 5. sætinu með 24 stig.
Arnór var skipt af velli á 69. mínútu en Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn CSKA.
! # pic.twitter.com/yd9ZuFOrHD
— (@pfc_cska) November 22, 2020