Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalag Íslands. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06