Innlent

Bein útsending: Umhverfisþing Pírata

Tinni Sveinsson skrifar
Hjólað í Kópavogi. Rætt verður um loftslagsmál og sjálfbæra framtíð í víðu samhengi í dag.
Hjólað í Kópavogi. Rætt verður um loftslagsmál og sjálfbæra framtíð í víðu samhengi í dag. Vísir/Vilhelm

Umhverfisþing Pírata fer fram í dag. Það hefst klukkan 11 og stendur til 14 en beina útsendingu frá þinginu má nálgast hér að neðan. 

Meðal framsögufólks á þinginu eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu.

Umhverfisþingið er vettvangur fyrir sérfræðinga, frumkvöðla og hugsuði til að ræða loftslagsmál og sjálfbæra framtíð í víðu samhengi. Framsögufólk mun þannig ræða allt frá nýjum og grænum fyrirtæki yfir í breyttan hugsunarhátt og algjöra umbreytingu hagkerfa.

Meðal framsögufólks er:

  • Andri Snær Magnason, rithöfundur
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu
  • Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
  • Logi Unnarson Jónsson, stjórnarmaður í Hampfélaginu
  • Geir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur

Að ræðum lokum munu þau svara spurningum þátttakenda á þinginu. Hægt er að senda inn spurningar hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×