Lára ánægð með að Foden sé kominn aftur í landsliðið: „Ég samgleðst honum innilega“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 16:13 Lára Clausen segir að það hafi verið tekið rosalega hart á drengjunum eftir atvikið á Hótel Sögu og hafi þeir ekki fengið sanngjarna meðferð í fjölmiðlum. Myndir/instagram/getty „Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen)
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira