Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2020 19:31 Nýorkubílar voru um 55 prósent nýskráðra bíla á Íslandi á fyrsti tíu mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson. Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira