„Segðu kærastanum að láta mig fá fokking pening“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 22:32 Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, ákvað að láta vera að svara. Aðsend „Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17
Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54