Fótbolti

Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson fær hér að líta rauða spjaldið frá portúgalska dómaranum,
Birkir Már Sævarsson fær hér að líta rauða spjaldið frá portúgalska dómaranum, Getty/Chloe Knott

Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson fór snemma í sturtu á Wembley í kvöld þegar hann fékk að líta rauða spjaldið frá portúgalska dómaranum Fábio Veríssimo.

Birkir Már Sævarsson fékk gult spjald fyrir brot á Bukayo Saka strax á 11. mínútu leiksins. Það var svo sem ekki hægt að rífast yfir því spjaldi en hitt spjaldið var út í hött.

Gary Lineker hneyklaðist á því á Twitter í kvöld.

Birkir Már braut þá aftur á Arsenal manninum Bukayo Saka en það spjald var mjög strangur dómur.

Hér fyrir neðan má sjá seinna gula spjaldið hans Birkis og dæmi nú hver fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×