Innlent

Andlát vegna Covid-19 á Landspítala

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hafa 26 látist af völdum Covid-19 hér á landi.
Alls hafa 26 látist af völdum Covid-19 hér á landi.

Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Aðstandendum þess sem lést er vottuð samúð í tilkynningu spítalans.

Alls hafa því 26 látist vegna Covid-19 hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins í lok febrúar.

Tíu létust í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vetur og sextán hafa látist í þeirri bylgju sem nú gengur yfir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×