Heiðar Helgu sá eini sem hefur skorað hjá enska landsliðinu á enskri grundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:01 Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Marteinsson fagna Heiðari Helguson á Manchetser mótinu 2004 þar sem Heiðar skoraði öll þrjú mörk íslenska landsliðsins þar af eitt þeirra á móti Englandi. Getty/Barrington Coombs Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira