Þrír Íslandsvinir mæta með liði Glasgow City á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 15:01 Mairead Fulton (númer 7) óskar hér Valskonum til hamingju með Íslandsmeistaratiilinn í fyrra ásamt þáverandi liðsfélögum hennar í Keflavík. Vísir/Daníel Þór Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti