Fótbolti

Fengu ekki háar ein­kunnir fyrir leikinn gegn Ís­landi: Börsungurinn þri­staður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Braithwaite í baráttunni við Birki Má Sævarsson í gær.
Braithwaite í baráttunni við Birki Má Sævarsson í gær. Gaston Szermann/DeFodi Images

Það voru ekki margir Danir sem rifu einkunnarskalann hjá danska fjölmiðlinum BT eftir 2-1 sigur Dana á Íslendingum í gær.

Bæði mörk danska liðsins komu af vítapunktinum. Christian Eriksen skoruðu þau bæði, það síðara í uppbótartíma, en Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands.

Þegar litið er á einkunnagjöf BT þá hefur hún oft verið hærri. Besti Daninn var miðjumaðurinn Mathias Jensen. „Gekk í leikstjórnendahlutverkið eins og Íslendingur slátrar soðnum saðhaus,“ stóð í umsögninni um Mathias. Áhugavert.

Christian Eriksen fékk sjö í einkunn og kom næstur Mathias, sem er fyrrum samherji Rúnars Alex Rúnarssonar hjá Nordsjælland, en nokkrir leikmenn fengu svo sex í einkunn.

Enginn fékk þó lægri einkunn en framherjinn Martin Braithwate. Hann fékk þrjá í einkunn og í umsögninni um hann segir að það eru væntanlega menn farnar að banka á byrjunarliðssæti, haldi Braithwate áfram að spila svona.

Allar einkunnir og umsagnir BT má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.