„Svelgdist á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtalið við Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 16:22 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kveðst allt annað en sátt við þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira