Fótbolti

Bein útsending frá leikjum í Þjóðadeildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Robert Lewandowski og félagar eru á Ítalíu.
Robert Lewandowski og félagar eru á Ítalíu. Getty/ADAM NURKIEWICZ

Þó að augu Íslendinga séu að sjálfsögðu á leik Danmerkur og Íslands í kvöld þá er fjöldi fleiri leikja á dagskrá í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Alls eru 14 leikir í opinni dagskrá hér á Vísi sem hægt er að sjá með því að velja þá hér að neðan. Þar á meðal er leikur Ítalíu og Póllands sem berjast um efsta sæti síns riðils í A-deild, og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Fjórir leikir eru á íþróttarásum Stöðvar 2. Leikur Danmerkur og Íslands er á Stöð 2 Sport 2, en á sama tíma eða kl. 19.45 mætast Belgía og England á Stöð 2 Sport.

Lista yfir alla leiki dagsins og kvöldsins má sjá hér að neðan.

Markaþáttur Þjóðadeildarinnar er svo sýndur á Stöð 2 Sport 2 kl. 22.30 í kvöld.

Leikir í beinni í dag:

A-deild:

1. riðill:

17.00 Holland - Bosnía (Stöð 2 Sport 2)

19.45 Ítalía - Pólland (Vísir)

2. riðill:

19.45 Belgía -England (Stöð 2 Sport)

19.45 Danmörk - Ísland (Stöð 2 Sport 2)

B-deild:

1. riðill:

19.45 Rúmenía - Noregur (Vísir)

19.45 Austurríki - Norður Írland (Vísir)

2. riðill:

14.00 Slóvakía - Skotland (Stöð 2 Sport 2)

19.45 Tékkland - Ísrael (Vísir)

3. riðill:

17.00 Tyrkland - Rússland (Vísir)

19.45 Ungverjaland - Serbía (Vísir)

4. riðill:

17.00 Búlgaría - Finnland (Vísir)

17.00 Wales - Írland (Vísir)

C-deild:

2. riðill:

14.00 N-Makedónía - Eistland (Vísir)

17.00 Georgía - Armenía (Vísir)

3. riðill:

19.45 Moldóva - Grikkland (Vísir)

19.45 Slóvenía - Kósóvó (Vísir)

4. riðill:

17.00 Hvíta-Rússland - Litáen (Vísir)

17.00 Albanía - Kasakstan (Vísir)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.